COLLAB er þróaður fyrir metnaðarfullt fólk sem vill sífellt bæta sig á líkama og sál og því færir hann þér góðan skammt af kollageni, einu umtalaðasta fæðubótarefni okkar tíma.
COLLAB er frískandi drykkur með viðbættu kollageni. Drykkurinn byggir algjörlega á íslensku hugviti og er þróaður í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið FEEL Iceland. Drykkurinn fæst í fimm frískandi bragðtegundum: Límónu og ylliblóma, mangó og ferskju, hindberja og apríkósu, Yuzu límónu og sítrónu og ástaraldin og límónu, með og án koffíns.
Kollagen er eitt helsta og nauðsynlegasta uppbyggingarprótein mannslíkamans en framleiðsla þess innvortis minnkar með aldrinum. Kollagenið í COLLAB inniheldur 18 mismunandi amínósýrur, þar af 8 sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur. Próteinið sem notað er í COLLAB kemur frá FEEL Iceland sem hefur getið sér gott orð fyrir kollagen vörulínu sína sem unnin er úr íslensku hráefni.