COLLAB Í átta
FRÍSKANDI BRAGÐ-
TEGUNDUM

COLLAB er samstarfsverkefni Ölgerðarinnar og Feel Iceland, þróað fyrir metnaðarfullt fólk sem vill sífellt bæta líkamlega og andlega heilsu. Útkoman er frískandi og bragðgóður drykkur sem færir þér góðan skammt af náttúrulegu kollageni, fæðubótarefni úr köldu, hreinu vatni Íslands.

Kollagen
Koffín
Sykurlaust
Ástaraldin og límónu
Ástaraldin og Límónu
Án Koffíns
Engifer og ferskju
Hindberja og apríkósu
Hindberja og Apríkósu
án Koffíns
Límónu og Ylliblóma
Jarðarberja og Sítrónu
Skógarberja
Yuzu límónu og Sítrónu

COLLAB sagan

Með innblæstri frá vísindalegri nýsköpun, sem byggir á varðveislu hreinnar náttúru, fæddist hugmyndin um einstakan koffínbættan kollagendrykk. COLLAB leit dagsins ljós með látum árið 2019 og hefur síðan þá orðið eitt verðmætasta drykkjarvörumerki Íslands.

Samstarf í nýsköpun

Árið 2017 tóku Ölgerðin og nýsköpunarfyrirtækið FEEL Iceland höndum saman við að þróa einstakan drykk með virkni sem hefur aldrei sést áður: COLLAB.

af hverju kollagen?

Kollagen er eitt helsta og nauðsynlegasta uppbyggingarprótein mannslíkamans en framleiðsla þess minnkar með aldrinum. Kollagenið í COLLAB inniheldur 18 mismunandi amínósýrur, þar af 8 sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur. Próteinið sem notað er í COLLAB kemur frá FEEL Iceland sem hefur getið sér gott orð fyrir kollagen vörulínu sína sem unnin er úr íslensku hráefni.

Sjálfbærni

COLLAB inniheldur kollagen sem unnið er úr fiskroði úr sjálfbærri framleiðslu. Fiskroðið, sem venjulega er litið á sem úrgang til förgunar, er hér nýtt í þaula með því að vinna úr því kollagenið. Með framleiðslu COLLAB er því ekki aðeins verið að vinna hágæða kollagen úr roði af villtum fiski sem veiddur er í Atlantshafi – heldur er einnig verið að draga úr úrgangi frá sjávariðnaðinum.

ENGLISH